Gjöfin fyrir konuna sem á allt: Olíubornir karlar með flækingshunda

Loksins! Hin fullkomna gjöf fyrir konuna sem á allt er fundin. Og hana er hægt að panta á netinu, hún endist allt árið og gleður augað.

Um er að ræða dagatal fyrir árið 2015 sem gefið er út á vegum dýraatvhvarfs í New York, sem ber heitið Louie’s Legacy Animal Group og samanstendur af sjóðheitum körlum með íðilfagra hunda í fanginu. Allir hundarnir sem sjá má á dagatalinu eru búsettir í dýraathvarfinu en sjálft dagatalið ber heitið Hunks and Hounds. Ætlunin með útgáfunni er sú að safna fjármunum til styrktar athvarfsins og til að styðja enn fremur við almenna velferð dýranna.

 

1413283613604_Image_galleryImage_MANDATORY_CREDIT_Mike_Rui

 

1413285220180_wps_37_MANDATORY_CREDIT_Mike_Rui

 

Louie’s Legacy er þó langtum meira en einungis dýraathvarf; um er að ræða góðgerðarsamtök sem hafa það eitt að markmiði að bjarga, hlúa að og að finna flækingshundum og gæludýrum sem eigendur geta ekki lengur veitt skjól, ný heimili áður en til greina þykir koma að aflífa dýrin sökum bágra aðstæðna þeirra.

 

1413283694528_wps_23_MANDATORY_CREDIT_Mike_Rui

 

1413283665020_Image_galleryImage_MANDATORY_CREDIT_Mike_Rui

Samtökin teygja sig þvert yfir Bandaríkin, eða alt frá Cincinnati til Ohio og Staten Island, New York. Ljósmyndirnar tók hins vegar Mike Ruiz, sem er þekktur fyrir tökur sínar með frægum einstaklingum, en hann hefur meðal annars myndað þær Kim Kardashian, Kate Perry og Nicki Minaj.

 

1413283717512_wps_26_MANDATORY_CREDIT_Mike_Rui

1413285209262_wps_36_MANDATORY_CREDIT_Mike_Rui

 

Sjálfur er Mike ekki ókunnur baráttumarkmiðum samtakanna, en hann ættleiddi heimilislausan Pit Bull að nafni Oliver árið 2012 og hóf í framhaldinu að velta vöngum yfir því með hvaða hætti hann gæit hrundið af stað verkefni sem myndi styðja við heimilislaus dýr.

 

1413283765581_wps_29_MANDATORY_CREDIT_Mike_Rui

 

Útkomuna má sjá í þessu dagtali, sem varð að lokum ofan á í hugmyndabúnkanum og hefur slegið algerlega í gegn. Dagtalið rokselst, en Mike tók myndirnar á tveimur dögum í lok september og hóf að taka við forpöntunum um leið og hann hafði unnið myndirnar.

 

1413285200680_wps_35_MANDATORY_CREDIT_Mike_Rui

 

1413283777061_wps_30_MANDATORY_CREDIT_Mike_Rui

 

Sjálfur segist Mike í skýjunum yfir viðtökunum og að salan hafi farið fram úr björtustu vonum hans. „Við erum himinlifandi yfir því að fleiri hundar fái tækifæri á góðu lífi, allt út af dagatalinu.” Eins og það sé ekki nóg, þá klykkir Mike út með því að flestir karlarnir sem sitja fyrir á dagtalinu séu einhleypir – þó það í sjálfu sér ætti ekki að koma málinu við – en myndirnar tala sínu máli.

1413285279777_wps_41_MANDATORY_CREDIT_Mike_Rui

1413285273691_wps_40_MANDATORY_CREDIT_Mike_Rui

Mike segir ennfremur: „Ég get bara vona að fólk eigi eftir að hafa gaman að dagtalinu og njóta myndanna með þá daglegu áminningu fyrir augum að það eitt að elska og annast ættleitt dýr er eitt það fallegasta sem nokkur mannvera getur lagt á tilveru sína. Það vona ég innilega að við seljum yfir milljón eintök svo að Louie’s Legacy muni eflast og öðlast fleiri tækifæri til þess að finna heimilislausum hundum varanlegt heimili.”

Dagatalið má nálgast HÉR

SHARE