Hátíð hryllings og ógeðis er að ganga í garð og því ekki seinna vænna en að hefja undirbúning fyrir veisluhöldin. Á Hrekkjavökunni fyllist bærinn af afturgöngum, uppvakningum, vampírum og skrímslum sem þurfa viðeigandi fæði og nasl.
Ætlar þú að bjóða fólki heim til þín um helgina eða jafnvel halda hrekkjavökupartí? Þá er tilvalið að skella í ormakássu, blóðdrykk eða afhöggna fingur.
Hér eru nokkrar góðar og misgirnilegar hugmyndir
Svona gerir þú ormakássu. Hellir geli með rauðum matarlit í rör og lætur kólna.
Hér hefur súkkulaðimöffins verið mulið niður með gel-ormum
Pulsumúmíur eru alltaf vinsælar. Kaupir smjördeig og vefur í kringum pulsur og skellir inn í ofninn!
Útkoman verður mjög dramatísk með smá tómatsósu
Grasker með guacamole
Mótaðu fingur úr venjulegu kexdeigi og notaðu möndlur fyrir neglur
Súkkulaðibúðingur með kexi og súkkulaðistöfum
Fremur ógirnilegar marsipan táslur
Eyrnamergur, búinn til úr sykurpúðum og hnetusmjöri
Hjartakaka með sultufyllingu
marsipaneyru á pinna
Það er mjög auðvelt að breyta venjulegum pulsum í fingur
Kúkaklessur!
Slönguterta úr marsipan. Þetta er fyrir aðeins lengra komna.
Skemmtilegar skreytingar
Oft þarf bara smá skreytingar til að búa til hrekkjavöku-stemmara
Hin ýmsu trikk fást í næstu föndurbúð, eins og að búa til reyk
Gelbúðingur sem minnir á risastórt auga
Verði ykkur að góðu!
Heimild: Bored Panda