Langar þig að skara fram úr? Við bjóðum á námskeið

Langar þig að komast á eitt eftirsóttasta námskeiðið í heiminum í dag? Lífstílsvefurinn hún.is ætlar í samstarfi við Dale Carnegie að bjóða þremur heppnum lesendum á fullt námskeið hjá Dale Carnegie sem hefst í nóvember. Andvirði námskeiðsins eru 175.000 kr og til mikils að vinna.

Námskeiðið hefst þann 10. nóvember og stendur yfir í fjórar vikur. Mætt er tvisvar í viku, mánudaga og miðvikudaga, klukkan 18:00 til 22:00. Á námskeiðinu er kafað í kjölinn á hvað einkennir velgengni í lífinu, gott sjálfstraust og vel heppnuð samskipti. Þátttakendur læra að nýta hæfileika betur bæði í starfi og í einkalífinu, ásamt því að gefa sjálfstraustinu gott búst.

Ef þig langar að rækta sjálfstraustið, bæta hæfnina í samskiptum við aðra, efla tjáningarhæfileikana, þróa leiðtogahæfileikana og bæta almennt lífsviðhorfið til hins betra, þá er þetta námskeið fyrir þig!

Okkur á hún.is langar að fylgjast með hópnum og heyra hvernig gengur. Við leitum af konum sem eru tilbúnar að segja okkur frá væntingum sínum áður en námskeiðið hefst og deila sinni upplifun á meðan námskeiðinu stendur. Nokkrum vikum að námskeiði loknu langar okkur svo að heyra hvernig fróðleikurinn er að nýtast þátttakendum.

Ef þú hefur áhuga og vilt nýta þér þetta frábæra tækifæri skaltu ekki hika við að fylla út þátttökuseðilinn. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti þann 4. nóvember.

Það eina sem þú þarft að gera er að senda okkur ferilskrána þína, skrifa nokkrar línur um sjálfa þig og útskýra af hverju þig langar að komast á Dale Carnegie námskeið.

[gravityform id=”8″ name=”Skráðu þig hér”]

 

Vitnisburðir frá námskeiðinu

 
Kona fædd ´87 
Ég ákvað að skrá mig á námskeið til þess að komast út úr skelinni, gera eitthvað nýtt og styrkja mig. Ég gekk inn í fyrsta tíma og hugsaði með mér að þetta væri mitt allra síðasta, að ég færi að standa fyrir framan allt þetta fólk sem var í salnum og tala fyrir framan þau. En viti menn, ég komst í gegnum þetta! Ég hef verið á leið í nám í þrjú ár en aldrei lagt í það fyrr en núna. Ég tel það vera námskeiðinu að þakka. Ég hef líka lært mikið í framkomu, ég er með mikið meira sjálfstraust og ég hugsa oft með þakklæti yfir að hafa farið á námskeiðið. 
Ég er virkilega stolt að hafa farið í gegnum námskeiðið og náði mörgum persónulegum sigrum.
 
Kona fædd ´65
Kom á DC námskeið til að auka færni mína í samningatækni og bæta leiðtogahæfileika. Vona að hvoru tveggja hafi tekist. Mér finnst ég hafa grætt mikið á aðferðum í samningatækni og æfingum þar að lútandi. 
Dæmi: notaði mikið staðhæfingar eins og “ég er alls ekki sammála þér”. 

Fannst líka skemmtileg æfingin þar sem maður setur sig í samband við einhvern náinn og beitir reglunum meðvitað. Það var flott.
 
Kona fædd ´72
Fór á námskeið til að efla sjálfa mig og prufa eitthvað nýtt og skemmtilegt.
Hef tileinkað mér breyttan hugsunarhátt, lifa í núinu og hafa jákvæðni að leiðarljósi.

Huga vel að samskiptum og tileinkað mér að hrósa meira, hlusta af einlægni og hvetja fólk áfram.

Helsti ávinningur: Sterkari eftir námskeiðið og að sjálfsögðu eflst til muna við að koma fram og halda ræður og lærði snilldarformúlu við það.


Takk fyrir mig, virkilega gott námskeið. 

 DALE_merki

SHARE