Hrekkjavakan á sér rammíslenskan fyrirrennara!

Þá er hryllilegasti dagur ársins runninn upp, en í dag, þann 31 október, er Hrekkjavaka haldin hátíðleg víða um heim. Ófáir tengja hátíðarhöldin við bandaríska gleðidaga og aðrir segja Hrekkjavöku upprunna frá Mexíkó, en sú útbreidda trú á sér ekki sagnfræðilegar stoðir. Sannleikurinn er að helgidagarnir eru tveir talsins.

Tveir helgidagar sem haldast í hendur og heiðra dauðann

Allra Heilagra Messa sem er kaþólskur helgidagur og haldinn hátíðlegur í Mexíkó, rennur hins vegar upp þann 1 nóvember og er opinber minningardagur píslarvætta kirkjunnar, en á þeim degi heiðra ástvinir einnig látna ættingja og halda minningu þeirra á lofti. Hrekkjavakan sjálf er hins vegar í dag, þann 31 október og er undanfari Allra Heilagra Messu.

Hrekkjavakan er heiðinn siður og bar áður heitið Dísablót á Íslandi

Reyndar er Hrekkjavakan eldri en ætla mætti og var fyrirrennari Hrekkjavöku nútímans, hátíð sem bar heitið dísablót haldin hátíðleg á rammíslenskan máta hér á öldum áður og bar jafna upp síðasta dag október. Í þá daga þegar árstíðir voru enn aðeins tvær en ekki fjórar, en þá fögnuðu menn sumar og vetri en vor og haust eru seinni tíma árshlutar.

Dísablót var hátíð vetrar; dauði náttúrunnar og ákall um góða uppskeru 

Dagurinn hefur þó jafna verið kenndur við dauða, en þó í öðru samhengi en afturgöngur og hrekkjóttar vofur. Þannig fögnuðu menn og konur vetri sem fól í sér dauða náttúrunnar og árstíðaskipti sem fólu í sér gagngera endurnýjun fyrir komandi sumar. Dísablót, sem hérlendis er fyrirrennari Hrekkjavöku, var ætlað að heiðra voldugar dísir og dulúðuga vætti, vopnaðar valkyrkjur og kyngimagnaðar frjósemisgyðjur sem allar voru taldar geta lagt blessun sína yfir uppskeru komandi árs.

Svefn náttúrunnar að vetri er sá dauði sem menn fagna

Eins og gefa ber þó að skilja lagðist siðurinn af með kristnitöku þar sem um heiðna hátið var að ræða og þar með lognaðist hin rammíslenska Hrekkjavaka út af um aldabil, eða allt þar til dagurinn var endurvakinn að amerískri fyrirmynd nútímans.

Á Vísindavefnum segir:

Veturinn, eins og nóttin, var talin koma fyrst; mánaðamót október og nóvember var því tími vetrarbyrjunar, og þar með nýárs. Þá tóku kuldinn og myrkrið við, jörðin sofnaði og dauðinn ríkti. Á Íslandi til forna var í lok október haldin hátíð sem kölluð var veturnætur og þá var haldið dísablót á Norðurlöndum (disting). Í norðurhluta Skotlands og á Írlandi er á þessum tíma enn haldin hátíð sem á gelísku heitir Samhain, hátíð hinna dauðu. Í seinni tíð hefur hún fengið heitið Hallowe’en.

Það voru Îrar og Skotar sem kynntu Bandaríkjamenn fyrir Halloween

Það voru aftur á móti Írar og Skotar sem fluttu daginn með sér til Bandaríkjanna á 19 öld þegar hinir sömu fluttu búferlum og þaðan er graskersútskurðurinn kominn, en hér áður skáru menn skrílslega andlitdrætti út í næpur og rófur, sem uxu villtar á meginlandi Evrópu. Þegar til Bandaríkjanna var komið festu Írar augastað á graskerjunum sem voru langtum betur fallin til útskurðar en næpurnar áður. Svo fögnuðu menn ákaft með eldglæringum, trúðslátum og skrílslegum búningum.

Því er um rammíslenska hefð að ræða og heiðna í ofanálag

Dagurinn á sér því heiðnar hefðir og á sér rammíslenskan fyrirrennara, sem haldinn var hérlendis á öldum áður í þeim tilgangi að fagna komu vetrar og umfaðma dauða náttúrunnar sem gengur í endurnýjun ár hvert áður en fyrstu geislar vorsólarinnar allt verma að nýju.

Lesa má meira um uppruna Halloween eða Hrekkjavöku á Vísindavefnum

SHARE