Við skulum bara vera alveg hreinskilin. Níundi áratugurinn var eitt stórt tískuslys, eða það var allavega mjög auðvelt að plata sig út í allskyns vitleysu.
Á þessum tíma þótti ekki tiltöku mál að karlmenn voru með sítt hár og permanent eða að konur væru með risavaxinn hártopp standandi upp í loftið. Reyndar var hárspreyjið svo vinsælt að ofnotkun þess átti eflaust þátt í að stækka gatið á ósonlaginu og auka þar með hlýnun jarðar.
En nú þykir þér kannski ekki fallegt að hlæja að saklausu fólki úti í heimi, enda er engin þörf á því. Þetta er ykkur lesendum góðir einfaldlega víti til varnaðar.
Lærum af reynslunni kids!