Troða rótsterkum chili-pipar í munninn og flytja tónverk

Klassísk tónlist kann að vera hádramatísk í flutningi og meðförum hljóðfæraleikara, en þar með er þó ekki sagt að meðlimir sinfóníuhljómsveita séu með öllu gersneyddir húmor.

Sinfóníuhljómsveit Danmerkur ákvað þannig að bregða á leik en allir meðlimir hljómsveitarinnar tróðu – einhverra hluta vegna – rótsterkum pipar upp í sig og smjöttuðu duglega á meðan sinfóníuhljómsveitin flutti hið gullfallega verk Tango Jalousie.

Útkoman er stórslys, en meðlimir reyna þó sitt albesta til að viðhafa lágmarks sjálfsstjórn meðan á flutningi stendur. Og upp að ákveðnu marki ferst þeim flutningurinn vel úr hendi. Hafið þó hugfast að það er ekki auðvelt að spila á hljóðfæri með rótsterkan pipar í munninum.

Í raun er ótrúlegt að flutningur skuli hafa tekist svo vel sem sjá má hér að neðan,en sjálfur stjórnandi sinfóníusveitarinnar tók þátt í sprellinu. Þá er bara einni spurningu ósvarað: HVAÐ GEKK FÔLKINU EIGINLEGA TIL? 

 

SHARE