Fátt veit ég skemmtilegra en að skora árstíðirnar á hólm. Sér í lagi veturinn sem vomir yfir öllu; kuldahrollinn má hæglega hrista úr kroppinum með heitum tebolla, ylgvolgu fótabaði og ekki er verra ef naglalakkið er dregið fram með handklæðinu þegar þerra á þreyttar tásur sem legið hafa í nærandi vatnsbaði eftir annasaman dag.
Reyndar veit ég fátt skemmtilegra en að brjóta upp viðteknar venjur, krydda daginn með fótsnyrtingu á myrkasta tíma ársins og lakka táneglurnar í fallegum tónum. Hér fara nokkrar svipmyndir af Instagram sem gefa tóninn í fótsnyrtingu.
Mjúkar tásur eru langbestar!
#pedicure #footspa #selffeet #girlsfeet
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.