Í París má finna líklega eina af minnstu íbúðum í heimi ef það má kalla þetta íbúð en hún er einungis 8 fermetrar.
Íbúðin hefur þó allt til alls en hún er hönnuð með svissneskan vasahníf í huga. Vandlega falið á bakvið nokkurs konar veggi má finna rúm, fataskáp, borð, stól, bókahillu, baðherbergi og eldhús.
Íbúðin var áður fyrr hluti af herbergjum fyrir þernur sem unnu í þessari byggingu sem kallast Haussman byggingin en síðustu ár hefur rýmið verið nýtt undir geymslu. Þessu var þó breytt þegar fjölskyldan sem átti þetta átti von á au-pair en hafði hvergi laust herbergi fyrir hana.
Þau fengu því aðstoð frá arkítektunum Morgane Guimbault og Gaylor Lasa Zingue frá Kitoko Studio við að hanna rýmið eftir bestu getu.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.