8 fermetra íbúð með allt til alls

Í París má finna líklega eina af minnstu íbúðum í heimi ef það má kalla þetta íbúð en hún er einungis 8 fermetrar.
Íbúðin hefur þó allt til alls en hún er hönnuð með svissneskan vasahníf í huga. Vandlega falið á bakvið nokkurs konar veggi má finna rúm, fataskáp, borð, stól, bókahillu, baðherbergi og eldhús.

Íbúðin var áður fyrr hluti af herbergjum fyrir þernur sem unnu í þessari byggingu sem kallast Haussman byggingin en síðustu ár hefur rýmið verið nýtt undir geymslu. Þessu var þó breytt þegar fjölskyldan sem átti þetta átti von á au-pair en hafði hvergi laust herbergi fyrir hana.

Þau fengu því aðstoð frá arkítektunum Morgane Guimbault og Gaylor Lasa Zingue frá Kitoko Studio við að hanna rýmið eftir bestu getu.

1415120912847_Image_galleryImage_Secret_Apartment_Photogra

1415120697972_wps_46_Secret_Apartment_Photogra

1415120696574_Image_galleryImage_Secret_Apartment_Photogra

1415120275672_wps_35_Secret_Apartment_Photogra

1415120521997_wps_45_Secret_Apartment_Photogra

1415120520693_Image_galleryImage_Secret_Apartment_Photogra

1415120288730_wps_36_Secret_Apartment_Photogra

1415120374013_wps_44_Secret_Apartment_Photogra

1415120372773_Image_galleryImage_Secret_Apartment_Photogra

SHARE