Verstu bílstjórar Svíþjóðar fara á kostum

Sænsku stöllurnar Jessica og Marlene eru að taka bílprófið í sænska raunveruleikaþættinum „Sveriges värsta bilförare.“ Lauslega þýtt myndi það vera „Verstu bílstjórar Svíþjóðar.“

Eins og nafnið gefur til kynna á fólkið í þáttunum sérstaklega erfitt með að athafna sig á bakvið stýrið.

Í þessu myndbroti var búið að skella heilu baðkari fullu af ísköldu vatni ofan á þak bílsins. Töldu menn að þetta ætti að kenna stúlkunum að bremsa mjúklega.

Útkoman er vægast sagt sprenghlægileg og skrautleg! 

[facebook_embedded_post href=”https://www.facebook.com/video.php?v=10152761064231071&set=vb.165664391070&type=2&theater”]

SHARE