Svavar Knútur og Maríus Ziska á „Litla Íslandstúrnum 2014“

Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar kynnir:

„Færeyingurinn Maríus Ziska er staddur hér á landi um þessar mundir að leggja loka hönd á nýja plötu sem koma mun út í mars á nærsta ári. Maríus er án vafa einn efnilegasti tónlistarmaðurinn í Færeyjum um þessar mundir. Ferill hans hefur verið jafn og þéttur og er nú svo komið að flestir eru farnir að spá honum svipuðum ferli og Eivör Pálsdóttir hefur náð.

Enda munu þau og fara saman í Evrópuferð á næsta ári til að fylgja eftir nýjum plötum sínum sem báðar eru hljóðblandaðar hér heima á Íslandi eða eins og þeir segja mixuð. Eivör syngur líka dúett með honum á nýju plötunni.

Kom fram á Airwaves

Maríus hefur áður sent frá sér eina plötu, “Recreation” sem meðal annars hefur verið fáanleg hér á landi. Hann kom fram á Airwaives tónlistarhátíðinni núna um helgina og spilaði á nokkrum tónleikum. Hugljúf en kröftug tónlist hans náði að hrífa allflesta þá er á hlýddu. Áður hefur Maríus verið tvisvar á Airwives og komið fram á nokkrum stöðum hér heima, þannig að hann á sér nú orðið smá orðspor hér heima.

Ágætis félagar og flytja lag saman

Svavar Knút þarf varla að kynna fyrir landanum, hann er einn okkar fremsti vísnasöngvari. Að auki hefur hann að undanförnu verið að vekja athygli fyrir ýmis önnur mál.

Svavar og Maríus eru ágætis félagar og hafa m.a. tekið upp eitt lag saman, “Tokan” heitir það og verður það á nýju plötunni hans Maríusar.

Báðir eru þeir félagar í góðu formi um þessar mundir, Svavar nýkomin af túr um heiminn og Maríus kemur heitur úr upptökum og miklu spileríi í Færeyjum þar sem stjarna hans skín skært.“

    “Litli Íslandstúrinn 2014”

-verður á eftirtöldum stöðum:

13. Nóv.  Ráin Keflavík. Kl. 21.00

14. Nóv.  Bæjarbíó Hafnarfirði. Kl 21.00

15. Nóv.  Græni Hatturinn Akureyri. Kl. 22.00

16. Nóv.  Vitakaffi Akranesi. Kl. 21.00

Miðaverð er 2000kr. og er miðasala á midi.is. og við hurð.

Litli_islandsturinn_Marius_Svavar_poster

SHARE