Hann ljáði Rihönnu röddu sína í ballöðunni STAY sem vann eftirminnilega til Grammy verðlauna og hefur eflaust ómað oftar en þig kann að gruna í eyrum þínum, en ekki margir þekkja Mikky Ekko undir eigin nafni.
Ekko samdi þó sjálft lagið og því er varla að undra að ný breiðskífa listamannsins að baki einnar tilfinningaríkustu ballöðu sjálfrar Rihönnu skuli bera sambærilegan blæ og lagið sem skaut honum upp á stjörnuhimininn sem lagasmiði.
Vogue frumflutti lagið Mourning Doves eftir Ekko sjálfan fyrr í vikunni, sem er að finna á breiðskífunni Time sem verður útgefin í lok janúar og er að heyra hér að neðan – melódían hljómar kunnuglega þegar lögin tvö eru borin saman og röddina þekkja flestir þeir sem féllu fyrir fyrri verki Mikky.
Falleg ballaða og magnaður tónsmiður:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.