Hlébarðamynstur: Klassískt tískutrend og kemur sterkt inn í vetur

Sjálf Diana Vreeland, sem fyrir löngu er orðin goðsögn í hátískuheiminum og starfaði sem tískuritstjóri fyrir ekki ómerkari rit en Harpers Baazar og Vogue, sagði einhverju sinni að hlébarðamynstur færu aldrei úr tísku í raun.

This world without leopard…I mean, who would want to be here?

Hlébarðamynstrið er alltaf í tísku og er eilíft tákn kvenleika og óhaminnar kynorku; mynstrið kemur fyrir á hverri einustu tískuviku og hrærir enn upp í kvenfatatískunni í dag, svo mörgum árum eftir að Diana lét orðin frægu falla.

Að sjálfsögðu átti þó Diana ekki við hið eiginlega skinn hlébarðans, heldur mynstrið sjálft, en dýrategundin er friðhelg og hlébarðann sjálfan má ekki veiða. Það er því öllu heldur áprentað mynstrið – formið sjálft – sem Diana vísaði til.

Hlébarðamynstrið mátti meðal annars sjá á nýyfirstöðnum sýningum Giorgio Armani, Céline og Givenchy nú í haust en hér fara nokkrar svipmyndir af trendinu eins og það kemur fyrir sjónir á Instagram:

#leopard

 

SHARE