Stórsöngkonan Lorde er bara 18 ára að aldri en stúlkan lítur ekki aðeins út fyrir að vera mun eldri, heldur er rödd hennar svo mögnuð og stórbrotin að engu er líkara en að hún hafi þegar lagt fleiri ár að baki í bransanum.
Lorde tók smellinn Don’t Tell’Em eftir Jeremih’s í hljóðveri BBC Radio 1 og kom öllum í opna skjöldu með dýpt og næmleika í flutningi sem er magnað á að hlýða.
Hvern hefði grunað að Lorde byggi yfir svo miklu innsæi á sviði tónlistarflutnings?
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.