Það kom mörgum á óvart þegar leikarinn George Clooney tilkynnti það fyrr á árinu að hann væri á leiðinni upp að altarinu til að ganga að eiga mannréttinda lögfræðingin Amal Alamuddin. Þau giftu sig í október á Ítalíu og var brúðkaupið vægast sagt stjörnum prýtt.
Hinn 53 ára gamli leikari hafði lengi haldið því fram í viðtölum að hann ætlaði aldrei að eignast börn né gifta sig aftur en hann var eitt sinn giftur leikkonunni Talia Balsam.
Ef marka má nýjustu fréttir þá eru Amal og George nú í ættleiðingar hugleiðingum en þau eru sögð vilja ættleiða munaðarlaust barn frá stríðshrjáðu landi. Í nýjasta tölublaði Woman´s Day Magazine segir að hjónin vilji ættleiða til vekja athygli á hörmulegan aðstæðum munaðarlausra í löndum líkt og Sýrlandi.
Heimildamaður sem gaf Woman´s Day Magazine upplýsingarnar um fyrirhuguð plön George og Amal um að ættleiða nefnir einnig að George langi mikið til að eignast barn sjálfur eftir að hafa séð vini sína Matt Damon, Cindy Crawford, Brad Pitt og Angelinu með sín börn.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.