Ryan Gosling var púkalega krúttlegur 18 ára gamall

Ryan Gosling. Nafnið eitt hefur yfir sér aðlaðandi bjarma. Flestir kannast við kauða og femínistar elska Gosling. Hann er barnsfaðir Evu Mendes, fagnaði 34 ára afmæli sínu fyrir stuttu og er þekkt augnakonfekt, en ekki allir vita að Gosling hóf að leika ungur að árum og að hann hefur ekki alltaf … verið jafn eftirsóttur og hann þykir í dag.

Entertainment Tonight tók saman nokkur myndbrot í tilefni af afmæli leikarans og sýndu þannig þeirra alfyrsta viðtal við Gosling, sem 18 ára að aldri, átti í nokkrum erfiðleikum með að ná sér í dömu. Á þessum árum var Gosling önnum kafinn við æfingar fyrir hlutverk sitt í þáttunum Young Hercules og átti langt í land með að verða sá stórleikari sem hann er í dag.

Í sprenghlægilegu viðtalinu hér að neðan segist Gosling vilja fara á stefnumót með öllum aðdáendum sínum, biður spyrilinn að giftast sér og þvertekur fyrir að hann sé vandlátur í einkalífinu.

Ef unga manninn hér í viðtalinu hefði bara grunað að fáeinum árum seinna ætti hann gullfallega konu sem gengi með barn hans, hefði slegið í gegn í kvikmyndum og að femínistar víða um heim hefðu gert hann að goðum líkum elskhuga … í formi póstkorta og rafrænna klísturmerkja sem sjá má upp um alla veggi á netinu:

SHARE