Myndar konuna sína að syngja í bílnum

Hann lætur myndbandið heita „The cutest gangsta I know. My wife“ eða „Sætasti bófinn sem ég þekki. Konan mín.“

Hún er í myndbandinu að syngja með lagin „None of your business” með Salt n Pepa og gerir það bara vel.

Hann skrifar við myndbandið á Youtube: „Konan mín er fallegasta manneskja sem ég þekki og ég elska þau augnablik sem ég fæ að horfa á hana, vera hún sjálf. Ekki vera feimin, segið fólkinu ykkar að þið elskið þau, njótið augnablikanna og ekki hafa áhyggjur af því að fólk dæmi ykkur.“

SHARE