Í þessu myndbandi sést svart á hvítu hvað aðeins þrír pakkar af sígarettum gera fyrir lungu.
Heilbrigð lungu úr svíni voru notuð í rannsóknina til þess að sjá raunveruleg áhrif af ákveðnu magni af sígarettum, í þessu tilviki 60 stykki.
Barkinn var síðan skorinn í sundur til að sýna muninn, en barkinn varð svartur af tjöru frá reyknum.
Reykingar eru einn helsti ógnvaldur heilsu Íslendinga. Hjarta- og æðasjúkdómar, krabbamein og lungnaþemba eru algengari hjá reykingafólki en hjá þeim sem reykja ekki.
Sígarettureykur inniheldur yfir 7000 kemísk efni og eru 69 þeirra staðfest vísindalega sem krabbameinsvaldandi samkvæmt upplýsingum á National Cancer Institute í Bandaríkjunum.
Hún.is birti nýlega góð ráð þegar kemur að því að segja skilið við rettuna.
Þú getur fengið hjálp með að hætta að reykja á Reyklaus.is