Allt í plati: „Ljótu mennirnir” grunlausir leikarar með mannorð í molum

Leikkonan sem fengin var til að leika „drukkna stúlku” í hinu alræmda „Drunk Girl In Public” myndbandinu hefur nú viðurkennt að allt myndbandið var blekking ein, en karlarnir sem reyndu að draga stúlkuna á tálar eru allir leikarar sem höfðu fengið hlutverk áður en myndavélarnar fóru að rúlla.

.

screenshot-pixel.nymag.com 2014-11-18 20-07-30

.

Myndbandið átti að sýna „félagsfræðilega tilraun” sem sett var upp í miðbæ Los Angeles, en í myndbandinu lést leikkonan vera drukkin og vegavillt og reyndu fjölmargir karlar að fá hana heim með sér. Mennirnir hafa nú allir viðurkennt að um hreina blekkingu hafi verið að ræða og eru mjög ósáttir við þá mynd sem máluð var af þeim í sketsinum þar sem þeir hafi verið látnir líta út sem alræmdir nauðgarar. Segja flestir þeirra að mannorð þeirra sé í molum eftir þáttökuna.

.

drunk-girl-02-665x385

.

En þar er ekki öll sagan sögð, því stúlkan er miður sín líka:

„Ég hefði aldrei tekið þátt í þessu myndbandi ef ég hefði gert mér grein fyrir því hversu eyðileggjandi áhrif minn leikur hefði haft á eigið mannorð” segir Jennifo Box, leikkonan sem lék drukknu stúlkuna í formlegri yfirlýsingu sem sjá má hér að neðan.

Fjölmargir af stærstu miðlum heims bitu á agnið, birtu fréttina í góðri trú um og myndbandið, sem fékk yfir 3 milljónir flettinga á YouTube hefur valdið miklum usla víða um heim. Fæstir eru þó jafn reiðir og sárir og karlarnir sem fóru með hlutverkin. Framleiðendur hafi blekkt þá alla með tölu og málað hræðilega mynd af þeim:

„Ég gerði mér enga grein fyrir því að ég yrði látinn líta út eins og kynferðisbrotamaður” sagði Josh Blaine, 32 ára gamall, þannig í viðtali við Huffington Post í síðustu viku.

.

screenshot-www.elitereaders.com 2014-11-18 20-11-21

.

Josh átti í vök að verjast þegar myndbandið var gefið út og átti erfitt með að sannfæra vini og fjölskyldu um eigið sakleysi en jafnvel ókunnugt fólk gaut illu auga að honum á götu úti; þeir sem þekktu hann aftur úr myndbandinu.

Eins og sjá má af umfjöllun HÛN sem birtist sl. laugardag, hefur næðisstillingum myndbandsins verið breytt á YouTube og er það ekki aðgengilegt almenningi lengur, en hér í efra myndbandinu má sjá karlana, sem miður sín, greina frá þáttöku sinni og hvernig þeir voru blekktir en að neðan má sjá társtokkna leikkonuna lýsa yfir sakleysi meðleikara sinna og fara með hjartfólgna afsökunarbeiðni:

SHARE