Í Ástralíu virðist vera ákveðin vitundarvakning í baráttunni gegn kynhyggju eða alla vega á meðal nokkurra fréttamanna á áströlskum sjónvarpsstöðvum. Fyrr í þessari viku greindi einn fréttamaður frá því að hann hefði mætt í sömu jakkafötunum í útsendingu í heilt ár án þess að nokkur tæki eftir því. Fréttakonan Tracey Spicer birti í framhaldinu grein á vefsíðunni Daily Life og sagði þar frá markmiði sínu sem væri að eyða minni tíma í útlitið.
Þegar sjö ára gömul dóttir Tracey spurði hana af hverju konur förðuðu sig, en ekki karlar, á meðan Tracey var í óða önn að setja á sig andlitsfarða gat fréttakonan engu ekki svarað.
Hér má sjá Tracey lýsa á skemmtilegan hátt hvers lags helgiathöfn það var orðin, að hugsa um útlitið og öllu sem því fylgir.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.