LOKSINS! Sjáið Tony Hawk prófa fyrsta flugbretti veraldar!

Tony Hawk kann að hafa blekkt heimsbyggðina í vor sem leið þegar hann birtist í sviðsettu myndbandi þar sem „fyrsta flugbretti sögunnar” var kynnt til sögunnar, en í þetta skiptið lýgur herra Hawk, sem baðst reyndar afsökunar á uppátækinu, engu.

Fyrsta flugbrettið er í bígerð, Tony er ekki að plata í þetta skiptið og hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir frumgerðina.

Þeir sem muna eftir Back To the Future seríunni þar sem Marty McFly ferðast um á flugbretti, ættu því að hoppa hæð sína af kæti – því lengi var talið að flugbretti væri fáránleg fantasía, að engin leið væri til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd og að mannfólkið gæti ekki flogið.

Árið var 1989 og flugbretti Marty McFly gerði allt vitlaust við frumsýningu myndarinnar: 

.

Hugmyndin er enn á þróunarstigi, þó frumgerðin sé komin af teikniborðinu og þannig hafa hönnuðir sett upp Kickstarter síðu þar sem hægt er að forpanta tækniundrið fyrir litla 10.000 dollara – eða ríflega 1.2 milljónir íslenskra króna.

Sennilega hafa ekki margir ráð á að kaupa svo dýr leikföng, en hægt er að binda vonir við að flugbrettin verði einn dag á viðráðanlegu verði fyrir hinn almenna neytanda. Eitt er þó víst að ferðalag á slíku bretti er mikil kúnst – en hér má sjá Tony Hawk renna skellilhlæjandi á rassinn:

SHARE