Eyrnaskjól eru æðisleg!

Eyrnaskjól eru yndisleg; loðnir og litir félagar sem halda yl á köldum eyrnasneplum yfir kaldasta árstímann og þau eru líka yndi ásýndar.

Öllum klæðir að vera með eyrnaskjól. Þau geta verið krúttleg, voldug, brúskuð, fyndin, vingjarnleg og sæt. Allt í senn. Saga eyrnaskjóla er sennilega jafn gömul Vetri konungi, því þegar harðnar í ári og kólna tekur er það segin saga að alltaf er jafn gott að ylja köldum eyrum.

 

 

Þeir eru til sem stinga heyrnartólum í bæði eyru, setja á sig fáránlega krúttleg eyrnaskjól og storma svo út í veðrið, en það er eins konar gulltrygging gegn stormi og vá. Faðir minn sagði alltaf að væri manni heitt á höfðinu, yljaði maður líkamanum um leið … en sjálf nota ég eyrnaskjól af þeirri einföldu ástæðu að þau eru krúttlegri en lopahúfan á köldum vetrarmorgnum.

Settu upp lúffur, smelltu á þig eyrnaskjólum og umfaðmaðu veturinn!

 

SHARE