Leikkonan Liv Tyler, sem fór með hlutverkið sem álfurinn Arwen í Lord Of The Rings seríunni, gengur nú með annað barn sitt.
Liv Tyler er dóttir söngvarans Steven Tyler úr rokkhljómsveitinni Aerosmith og verður hann þá afi í annað sinn. Fyrir á Liv Tyler níu ára gamlan soninn Milo William Langdon með tónlistarmanninum Royston Langdon en þau skildu árið 2008 eftir fimm ára hjónaband.
Leikkonan, sem er orðin 37 ára, virðist hafa fundið ástina á ný í athafnamanninum David Gardner en parið hittist í samkvæmi að sögn vina í gegnum Kate Moss og Beckham’s hjónin.
Myndarleg kúla prýðir nú maga leikkonunnar og er parið í skýjunum að sögn vina. Nokkur leynd rýkir þó yfir því hvenær barnið er væntanlegt í heiminn.
Liv Tyler á kynningu Miu Miu í byrjun október
Liv Tyler birti þessa mynd af sér á Instagram á dögunum
Verið að næla sér eitthvað í gogginn á rölti um London í byrjun nóvember
Liv Tyler ásamt Dale Garner
Faðir Liv Tyler er Steven Tyler úr hljómsveitinni Aerosmith. Hann er eflaust spenntur yfir því að verða afi í annað sinn. Steven Tyler hefur tekið þátt sem dómari í American Idol síðastliðin ár.
Heimild: Just Jared