Mjallahvít á hörund og merkilega svipsterk, hafa þau stigið fram á sjónarsviðið á undanförnum misserum og markað sjáanleg spor á samskiptamiðlum. Eitt af öðru hafa þau lagt sitt að mörkum á Instagram, bláókunnugt fólk frá öllum heimshornum, gegnum herferð sem er ný af nálinni og ber heitið #inmyskiniwin
.
.
Herferðin er helguð baráttu albínóa fyrir aukinni viðurkenningu og sátt við eigin líkamsfegurð. Albíńóismi er ekki sjúkdómur og þeir sem fæðast sem albínóar eru ekki veikir einstaklingar. Albínóa skortir einfaldlega öll litarefni. Það er allt. Albínóismi er í tísku – ófullkomleiki er fallegur. Ljótleiki – samkvæmt hátískuheiminum – er fallegur.
.
.
Hverju sem viðhorfum Prada til ljótleikans líður, er albínóismi fagur og birtingarmyndir albínóisma fjölmargar. Upphafsmaður herferðarinnar sem fyrr er getið, er Shaun Ross, skjannahvítur svertingi sem alinn var upp í Bronx og HÚN helgaði myndarlegri umfjöllun í apríl á þessu ári. Hann vakti athygli tískuljósmyndara gegnum YouTube aðeins sextán ára að aldri, er elskaður af hátískuheiminum og hefur meðal annars leikið hlutverk í myndböndum Beyoncé, birst á blaðsíðum Vogue og var afvegaleiddur elskhugi Lana Del Rey í erótískri stuttmynd. Hann hefur setið fyrir hjá GQ, er eftirstótt karlfyrirsæta en í stórkostlegri umfjöllun CNN fer Shaun ofan í saumana á sjálfsást og hvað slóganið #inmyskiniwin merkir í hans augum:
.
.
Sjálft heitið Albínóismi er dregið af latneska orðinu Albus sem merkir hvítur en blæbrigði albínóisma má finna í náttúrunni, þannig er alger albínóismi merki um að melanin – litarefni – skortir með öllu en einnig er að finna þá einstaklinga sem eru með skort á litarefnum og svo eru það aftur þeir sem eru með vitiligo (Skjallbletti) en í þeim tilfellum ræðst ónæmiskerfi líkamans á litafrumurnar svo skjallblettir myndast. Winnie Harlow, sem er ofurmódel, er þannig með vitiligo:
.
.
Albínóismi þarf ekki að merkja að viðkomandi sé veikur; öðruvísi eða dauðvona. Albíónismi er einfaldlega merki um að viðkomandi skortir litarefni og er næmari fyrir sólarljósi. Albínóismi er fallegur í eðli sínu og sérstæður, heilkennið má skoða gegnum Instagram og varpar ljósi á fjölbreytileika albínóa og sterka fegurð þeirra sem gerir þá nær englum líka.
#inmyskiniwin – #albinism – #vitiligo
.
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.