Má bjóða þér – ÓKEYPIS – 66 áður óútkomna rappsmelli úr smiðju Shady Records, sem er í eigu Eminem? Ef svo er skaltu smella HÉR því útgáfufyrirtækið býður nú unnendum Hip Hop oog rapptónlistar að hlaða niður nýútkomnu albúmi – Shady Classics – sem inniheldur 66 áður óútgefið sérvalið Hip Hop og rapp sem DJ Whoo Kid valdi saman. Um er að ræða aukalög og umfram tónverk sem ekki var hægt að rúma á væntanlegu safnalbúmi Eminem, Shady XV.
.
66 áður óútkomnir rappsmellir eru á albúminu, sem kostar ekki krónu
.
Ófáir bíða með eftirvæntingu eftir útgáfunni sem mun innihalda 12 áður óútkomin lög alls, en 10 þeirra eru funheit og úr smiðju Eminem. Þá mun Shady XV einnig innihalda valið úrval einna vinsælustu verka undanfarinna 15 ára sem komið hafa út á vegum útgáfunnar, þar á meðal ein 12 lög 50 Cent. Þá má heyra Eminem „frístæla” og flæða en útgáfa nýrra laga er þó í lámarki og mestmegnis um endurútgáfu að ræða. Í viðtali við MLive.com sagði rapparinn: „… nei, albúmið heldur ekki mikið magn af áður óútgefnu efni, það væri algjör klikkun. Shady XV samanstendur af úrvali verka sem við höfðum ekki rými við fyrri útgáfu, en vorum þó virkilega ánægðir með.”
Til að sækja albúmið, smellið HÉR
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.