Förum aðeins yfir málið, gott fólk. Þau ykkar sem púa og dæsa í hvert sinn sem íslenskir fjölmiðlar birta ljósmyndir af annasömum kaupendum á yfirfullum útsölum, að ekki sé minnst á vel kynntar opnanir verslanna sem bjóða upp á áður ófáanleg vörumerki … hafið aldrei upplifað Black Friday í Bandaríkjunum, sem rennur upp í þessari viku.
Hvað er Black Friday?
Black Friday eins og dagurinn er kallaður, er ávallt fjórði föstudagur í nóvember hvert ár og rennur upp í kjölfar Þakkargjörðarhátíðarinnar sem er haldinn fjórða fimmtudag í nóvember. Dagurinn markar upphaf jólavertíðar kaupmanna, en undanfarin ár hefur tíðkast að opna verslanir æ fyrr og kynna til sögunnar sértilboð sem jafnvel eru einungis fáanleg í sólarhring.
Opinberir starfsmenn fá flestir frí og skólar fella niður kennslu
Þó Black Friday sé ekki formlegur frídagur vestanhafs fá margir opinberir starfsmenn frí þann daginn og svo leggja einhverjir skólar niður kennslu, allt svo almenningur geti gert feiknagóð kaup á sértilboðum sem vara í 24 tíma. Væri til að mynda ekki ljúft að innleiða slíkan frídag hérlendis svo hægt væri að spreða á útsölum?
Tryllingslegir 24 tímar sem geta skipt sköpum við jólainnkaupin
Black Friday er í stuttu máli sagt; tryllingslegur sólarhringur þar sem háir og lágir Bandaríkjamenn þrýsta sér upp við verslunardyr á miðnætti, berja óþreyjufullir dyra, þeytast inn verslunarganga og grípa flest sem á vegi þeirra verður áður en næsti kaupandi kemur höndum yfir góssið. Á sérkjörum. Trylltir á svip. Með úttroðin veski af kreditkortum, þanda nasavængi og gleiðfættir.
Sjálfir eru Bandaríkjamenn eðlilega komnir í viðbragðsstöðu eins og sjá má á þessari paródíu úr smiðju háðhópsins Nacho Punch þar sem farið er rækilega ofan í saumana á eðli Black Friday ….
VARÚÐ – Myndbandið er ekki við hæfi ungra barna:
Viðkvæmir gæti varúðar: Er þetta framtíð Íslands?
Lærðu listina að velja fallegar vintage flíkur – Myndband
Vandræðalegar umbúðir í verslunum
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.