Ef einungis allir ættu vini þeir gætu sagt allan sannleikann umbúðalaust án þess að þurfa að óttast að vera dæmdir fyrir persónu sína og eðlilegar hvatir.
Þetta ótrúlega samtal átti sér stað milli tveggja 13 ára drengja sem eru bestu vinir og birtist upprunalega á Twitter, þar sem tístið fór á flug – en það var notandinn @paleveil sem deildi skjáskotum af farsíma 13 ára gamals bróður síns sem sýnir samtal sem upprunalega fór fram í trúnaði milli hans og besta vinar hans. Samtalið sýnir hvernig annar þeirra viðurkennir fyrir hinum að bera tilfinningar til stráka; að hann sé hommi.
Vinurinn bregst við á fegursta máta sem hugsast getur og þó ótrúlegt megi virðast voru drengirnir tveir báðir að stíga inn á táningsaldurinn þegar samtalið átti sér stað, sem gerir samtalið – sem upprunalega fór fram í trúnaði en hefur nú verið gert opinbert gegnum Twitter – enn merkilegra fyrir vikið.
Hér má sjá hvað drengjunum fór á milli og hvernig læra má af samskiptum þeirra:
.
„Ég er orðin þreytt á að vera í felum“ – Ellen Page kemur út úr skápnum
Fyrsta faðmlagið frá samkynhneigðri manneskju – Myndband
Yndislegt: Lítill strákur um ástir samkynhneigðra
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.