Tónlistarmaðurinn Robin Thicke, sem malaði gull með laginu Blurred Lines, er kominn með nýja kærustu; hina sykursætu April Love Geary en hún starfar sem fyrirsæta og er 19 ára gömul.
Robin Thicke, sem er 37 ára, skildi í febrúar á þessu ári við fyrrverandi eiginkonu sína, leikkonuna glæsilegu Paula Patton en þau höfðu verið saman í 20 ár þar af gift í átta ár. Robin var sagður eyðilagður í kjölfar skilnaðarins og reyndi allt til þess að bjarga hjónabandinu. Hann tileinkaði síðustu plötu sína fyrrverandi eiginkonunni en platan heitir Paula og á henni má finna lagið „Get her back“ sem er sérstaklega tileinkað Paula.
Robin Thicke ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni Paula Patton á meðan allt lék í lyndi
Tilraunir Robin reyndust þó tilgangslausar því Paula stóð við sitt og hélt áfram með líf sitt.
Það er þó gleðilegt að sjá að ástin á sér greinilega engin takmörk þar sem 18 ár eru á milli Robin og April Love og gæti hann því líffræðilega séð verið faðir hennar.
Robin Thicke hefur notið mikilla vinsælda í tónlistarheiminum og hefur unnið með stjörnum á borð við Christina Aguilera, Nicki Minaj, Jennifer Hudson og Pharrel Williams.
Eins og sjá má er hin unga April Love Geary í afar góðu líkamsformi og gerir það gott sem fyrirsæta. Hún er einnig ötull Instagram-notandi og birtir reglulega sjálfsmyndir af sér þar.
Heimild: News.com.au
Tengdar greinar:
Robin Thicke gerir óskýru línurnar enn óskýrari
Dúett Whitney Houston og Robin Thicke
Átta stjörnur sem deila OF miklu