Jennifer Aniston veltir fyrir sér framtíð sjónvarpsþáttana Friends

Leikkonan góðkunna úr goðsagnakenndu sjónvarpsþáttunum Friends var í viðtali við þáttastjórnendan Graham Norton á dögunum þar sem hún var aðspurð út í hugsanlegt framhald á þáttunum.

Segist Graham vera þreyttur á endalausu tuði aðdáenda um upptöku nýrra framhaldsþátta og bað Jennifer um að setja verkefnið í gang.

Jennifer Aniston stakk þá upp á því að beðið yrði þangað til að leikararnir væru komnir á elliárin og að serían gæti þá haft þemað „golden friends.“

Norton tók tillöguna á alveg nýtt plan og stakk upp á því að gera seríuna þunglyndislega þannig að enginn muni þurfa að bíða eftir áframhaldi nokkurntíman aftur. Það væri einfaldlega hægt að fjalla um jarðarfarir karakterana.

Rétt er að taka það fram að Jennifer Aniston tók ekkert sérstaklega vel í hugmyndina.


Tengdar greinar:

Mikilvægar lexíur sem við lærðum af Friends

Skemmtilegustu mistökin í Friends

Frábær ráð frá Jennifer Aniston 

SHARE