Black Friday er skemmtileg hefð sem eins og svo margt annað á uppruna sinn í Bandaríkjunum. Þemað á sér stað fjórða föstudaginn í nóvember, það er að segja föstudaginn 28. nóvember, og markar þannig upphaf háannatíma jólanna.
The Pier ætlar að endurtaka leikinn í ár
Verslunin The Pier tók þátt í Black Friday í fyrra og vegna þess hve góðar viðtökur voru verður Black Friday haldinn hjá þeim aftur í ár. Hugmyndin með Black Friday er að kynna vöruúrval í aðdraganda jólanna og er hefðin sú að slá upp veglegum sértilboðum sem eru einungis fáanleg í þennan eina sólarhring.
Þetta er því einstakt tækifæri til að versla jólagjafir og skreytingar á góðu verði.
Stútfull verslun af gullfallegum vörum
Ritstjórn Hún.is kíkti í verslunina The Pier á dögunum og við gleymdum okkar alveg innan um gullfallegar glitrandi jólakúlur í óteljandi útgáfum.
Dásamleg ilmkerti, smekklega og spennandi innanhúsmuni eins og borðlampa, eiguleg rúmteppi og púða í miklu úrvali.
Skemmtilega hnetubrjóta má sjá hér til vinstri en þeir fást einnig í rauðu og grænu. Fjölmikið úrval er á kertum, ilmolíum og reykelsum í The Pier.
Smávara á 3 fyrir 2
Allar smávörur verða á sérstöku tilboði einnig, eða 3 fyrir 2. Þú velur þrjá muni og færð þann ódýrasta frítt með.
Fallegir sófar á tilborðsverði
The Pier flytur einnig inn vönduð húsgögn og verða tvær týpur af tungusófum á geggjuðu Black Friday -tilboði eða með 30% afslætti í aðeins sólarhring.
Fyrstu fimm eintökin af Haag fjölskyldusófanum verða á 30% afslætti 139.930.- og svo eftir það á 20% afslætti 159.920.- (fullt verð 199.900.-)
Boston sófinn ásamt púðum verður með afslætti á 209.930.- (fullt verð 299.900.-)
Boston sófinn fæst einnig í svörtu, tveggja sæta sófa fæst nú á 90.930.- (áður 129.900.-)
Sófarnir eru bæði þægilegir og smekklegir
The Pier búðirnar opna klukkan 11:00 á föstudaginn og eru opnar til kl.18.30 á Korputorgi og Glerártorgi en til kl.20:00 á Smáratorgi.
Nánari upplýsingar um opnunartíma The Pier má finna á heimasíðu þeirra Pier.is