Unnin matvæli hafa löngum þótt varasöm að mati þeirra sem vilja heilsunni vel og vísa gjarna fróðir í ægilanga innihaldslista sem margir hverjir innihalda fráhrindandi heiti og ólystugar lýsingar.
En ekki er allt sem sýnist; á innihaldslýsingunum hér að neðan má sjá hvernig innihaldslýsingar ferskra ávaxta og ómeðhöndlaðra matvæla myndu líta út, ef sambærilegir listar væru gefnir út og raunin er þegar unnar matvörur eiga í hlut.
Höfundur myndverkana hér að neðan heitir James Kennedy en hann er ástralskur og starfar sem efnafræðikennari. Í viðtali við io9 útskýrði James:
Mig langar með þessu móti að hrekja þann ótta sem ótal margir eru svo þakjaðir af; innihaldsefnum í matvælum og mig langar að sýna fram á að náttúran sjálf inniheldur mun flóknari efnasamsetningar en hægt er að framleiða á nokkurri rannsóknarstofu.
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.