Stjórnlaus eftirvænting ríkir vegna Jurassic Park 2: The Lost World

Trailerar – eða kynningarstiklur – sem kynna trailera, eða kynningarstiklur, eru augljóslega málið vestanhafs í dag. Svo mikið er framleiðendum komandi stórmynda niðri fyrir að nú eru stiklur sem auglýsa kynningarstiklur aðalmálið og sjálfar kynningarstiklurnar eru auglýstar í fjölmiðlum með margra sólarhringa fyrirvara.

Þannig verður kynningarstiklan fyrir Star Wars frumsýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum í kvöld á undan helstu sýningum kvöldsins og bíða margir með eftirvæntingu eftir kynningarstiklunni.

Þetta er ekki grín heldur dauðans alvara.

Þannig frumsýndi Universal Studios kynningarstikluna fyrir Jurassic Park 2: The Lost World í dag, fimmtudag, en beðið hafði verið með eftirvæntingu eftir stiklunni sem var kynnt rækilega til sögunnar sl. sunnudag með fyrrgreindri stuttstiklu sem sjá má hér, en sjálfa kynningarstikluna sem var frumsýnd í dag, má sjá fyrir neðan fyrra myndbandið.

Þess má að lokum geta að Jurassic World verður frumsýnd næsta sumar og kemur í íslensk kvikmyndahús en sýningartími hefur ekki enn verið ákveðinn.  

1: Sl. sunnudag var kynningarstiklan kynnt með þessari stuttu stiklu: 

 

2. Í dag var svo kynningarstiklan loks frumsýnd við mikla viðhöfn:

SHARE