Jacques Greene ætti að vera aðdáendum tónlistarkonunnar Azeliu Banks kunnur, en andliti hans bregður m.a. fyrir myndbandinu við hinn vel kunna smell Azeliu, 212 sem kom út árið 2011.
Færri vita þó að Jaques er þekkt nafn innan raftónlistarheimsins ytra og nýtur virðingar sem skífuþeytir og tónlistarmaður.
Verk hans eru skemmtileg mixtúra af danstónlist sem enduróma sterkum R & B áhrifum en Jaques gaf nýverið út nýtt lag sem ber hetiið After Life After Party þar sem marglitra áhrifa ólíkra tónlistarstefna gætir en þó er smellurinn með ljúfum house undirtón. Lagið er að finna á nýútkominni breiðskífu sem skífuþeytirinn gaf út fyrir skömmu í samvinnu við LuckyMe Records.
Jaques er á tónleikaferðalagi um Norður-Ameríku sem stendur, en hér má hlýða á ljúfa laugardagssmellinn After Life After Party:
Tveir óútkomnir smellir frá Beyoncé leka á netið
Die Antwoord með nýtt lag – sjáðu myndbandið
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.