Allt frá bylgjum til rauða varalitsins, dulúðgrar ásjónu og frískandi og freknóttra fegurðardísa; hér má bera augum alveg lygilega skemmtilegt myndband sem fangar á einni mínútu sögu fegurðar sem spannar heila öld og það á aðeins einni mínútu.
Að baki standa snillingarnir í The Cut sem fengu fallega og unga konu til að undirgangast ótrúlega umbreytingu fyrir framan myndavélina meðan hárgreiðslu- og förðunarmeistarar umbreyttu þeirri sömu endurtekið þar til allir áratugir undanfarin 100 ár höfðu verið fangaðir og festir á filmu.
Skemmtilegt myndband sem sýnir svart á hvítu hvaða breytingum kventískan hefur tekið undanfarna öld:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.