Skemmtilega skrýtið: 100 ára kventíska á 60 sekúndum

Allt frá bylgjum til rauða varalitsins, dulúðgrar ásjónu og frískandi og freknóttra fegurðardísa; hér má bera augum alveg lygilega skemmtilegt myndband sem fangar á einni mínútu sögu fegurðar sem spannar heila öld og það á aðeins einni mínútu.

Að baki standa snillingarnir í The Cut sem fengu fallega og unga konu til að undirgangast ótrúlega umbreytingu fyrir framan myndavélina meðan hárgreiðslu- og förðunarmeistarar umbreyttu þeirri sömu endurtekið þar til allir áratugir undanfarin 100 ár höfðu verið fangaðir og festir á filmu.

Skemmtilegt myndband sem sýnir svart á hvítu hvaða breytingum kventískan hefur tekið undanfarna öld:

SHARE