Þetta er svakalegt áhorfs, en betur fer en á horfir. Það var YouTube notandinn Ohwelll1122 sem lenti í því að festast í skíðalyftu í svimandi hæð og tekur hann fram í lýsingunni að hann hafi sloppið óbrotinn, heill á húfi og að allt hafi farið vel.
Í stuttu máli sagt losnuðu öryggisfestingar á sæti stráksins, sem rann úr sætinu og hékk utan á lyftunni þar sem hann barðist fyrir lífi sínu í smávægilega stund, meðan félagi hans sat sem lamaður í sætinu við hliðina á honum og horfði hjálparlaus á.
Fyrst fellur snjóbrettið til jarðar og þá fyrst gerir maður sér grein fyrir fallhæðinni og svo lætur strákurinn sig gossa ….
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.