Þegar Alisha Hernandez fór upp á spítala í heimabæ sínum í suður Colarado bjóst hún við því að eignast tæplega 3 kílóa barn. Það kom þó læknum, ljósmæðrum, öðru starfsfólki og foreldrunum Alishu og Fransisco mjög á óvart þegar dóttir þeirra kom í heiminn.
Dóttir þeirra Mia vóg rúmlega 6 kíló og var hún því töluvert stærri heldur en það sem ljósmæðurnar og foreldrar bjuggust við. Stúlkan var tekin með keisara en þegar hjúkrunarfræðingur vigtaði hana þurfti hún að hóa í annað starfsfólk þar sem hún ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum. Starfsfólks spítalans viðurkenndi að hafa aldrei tekið á móti jafn stóru barni en Mia var 56 sentimetrar á lengd.
Alisha og Fransisco eiga fleiri börn fyrir en fæðingarþyngd þeirra var töluvert lægri heldur en Miu og þess má geta að samanlögð fæðingarþyngd tvíbura hjónanna var minni heldur en hennar.
Stuttu eftir fæðinguna var flogið með Miu á stærri spítala þar sem hún átti erfitt með öndun og þjáðist af lágum blóðsykri. Læknar vonast þó til að Mia geti sameinast foreldrum sínum og fengið að hitta 4 eldri syskini sín í næstu viku.
Tengdar greinar:
Fæðing á bílaplani náðist á myndband!
Hafði áhyggjur af viðbrögðum hundsins við fæðingu dótturinnar – Myndir
33 ára ófrísk kona lyftir þungum lóðum 2 dögum fyrir fæðingu
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.