Lítil og hlæjandi stúlka hleypir upp stuðinu á lestarstöð

Já, maður þarf ekki að vera hár í loftinu til að hleypa upp stuðinu í partýinu. Þessi pínulitla stúlka hristi þannig ærlega upp í fúllyndum farþegum sem örmagna eftir afrek dagsins, biðu eftir að lestin renndi upp að pallinum. Dillandi hláturmild í bleikri úlpu tók hún sporið með móður sinni sem dansaði við tóna götulistamanns og smám saman tóku fleiri að dilla sér með.

Gleðin er smitandi afl og ómissandi innlegg í daginn!

Börn útskýra hvað það er að vera fullorðinn – Myndband

Ofursvalt: Er þetta skrýtnasti faðir heims? – Myndband

Hryllilegt: Hoppukastali tekst á loft með þrjú lítil börn innbyrðis

SHARE