Fáir viðburðir í heimi hátískunnar hafa hlotið meiri umfjöllun að undanförnu en súrrealískt jólaævintýri Chanel sem Karl Lagerfeld leikstýrði að venju og undirbúningur fyrir sýningu tískuhússins á snemmbúinni haustlínu tískuhússins fyrir árið 2015, en sýningin sjálf fór fram í Salzburg þetta árið.
.
.
Mikil leynd hvíldi yfir frumsýningu hátíðarmyndarinnar Reincarnation sem þjónaði um leið sem inngangur að sjálfri sýningunni sem fór fram þann 1 desember sl. en hér að neðan má sjá sýninguna í heild sinni og Pre-Fall línu Chanel ársins 2015; eða for-haust línu tískuhússins.
.
.
Tjull og pífur, týrólamynstur og hlýleg ullarefni voru gnæfðu yfir á sýningunni, glitrandi augnskuggaar og æði sérstök eyrnaskjól sem virtust úr haganlegu gervihári sem fléttað að austurrískum sið, vakti fádæma athygli.
.
.
Cara Delevigne, Kendall Jenner og sjóðheitur lífvörður Lagerfeld voru meðal þeirra sem svifu um gólfið og kynntu línu tískuhússins í upphafi desember en hér má sjá dýrðina í heild sinni eins hún kom heiðursgestum fyrir sjónir þann 1 desember:
Reincarnation: Logandi heitt ástarævintýri Lagerfeld á hvíta tjaldið
Kvenleiki fer aldrei úr tísku: Tímalausir hátíðarkjólar úr smiðju Chanel
10 atriði: Sjóðheitur lífvörður Karl Lagerfeld útskýrir starfið
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.