Verslaðu á netinu á Kjarni.is

Á vefsíðunni Kjarni.is má finna 450 íslenskar netverslanir á einum stað. Síðan, sem er nú orðin árs gömul, er komin í nýjan búning og er orðin enn öflugri en áður. Vefstjóri síðunnar Þór Sigurðsson vonast til að verslun á netinu muni aukast með tilkomu Kjarni.is.

Allt á einum stað

„Kjarni.is er í raun íslensk verslunarmiðstöð á netinu. Það hefur orðið mikil fjölgun í íslenskum netverslunum. Það getur verið tímafrek vinna að vera sýnilegur með verslun á netinu en með allar netverslanir á einum stað eykst sýnileiki þeirra. Einnig aukast líkur á að netverslun nái að blómgast. Þetta hjálpar bæði viðskiptavinum og eigendum,“ segir Þór Sigurðsson, sem stýrir vefsíðunni.

IMG_5238

,,Netverslun er að aukast ár frá ári og fólk verslar fjölbreyttari vörur núna en áður. Verslun með fatnað, skó og íslenska hönnun á netinu hefur aukist til muna sem og mikil vitundarvakning hefur orðið með samanburð á verð og gæðum á vörum,” segir Þór.

Jólainnkaupin þægilegri

Jólainnkaup á netinu eru í auknu mæli að taka við hinum hefðbundnu verslunarferðum fyrir jólin þar sem gengið er búð úr búð til að finna réttu gjöfina.

,,Sífellt fleiri gera jólainnkaupin á netinu enda er eðli verslunar að breytast hratt. Fólki finnst þægilegt að kaupa í símanum og tölvunni í stað þess að fara í stressið í verslunarmiðstöðvum. Íslensk netverslun eykst jafnt og þétt í takt við það sem er að gerast erlendis og margir kjósa að versla jólagjafir á netinu. Netverslun sparar sporin og auðveldar innkaupin,” segir Þór ennfremur.

Eyða um 45 þúsund krónum að meðaltali í jólagjafir

Samkvæmt skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar er áætlað að verslun vegna jólanna verði um 4,2% hærri nú í ár en í fyrra eða sem nemur tæplega 15 milljöðrum króna. Þannig má áætla að hver Íslendingur eyði um 45 þúsund krónum í jólagjafir að meðaltali.

Stærstur hluti kvenna kaupir skó, föt og íþróttavörur samkvæmt skýrslunni og er fjölmennasti aldurshópurinn konur 16-24 ára en meirihluti karlmanna kaupir raftæki og þar er fjölmennasti alsturshópurinn 25-54 ára.

Smelltu á Kjarni.is og auðveldaðu fyrir þér jólainnkaupin í ár!

Screen Shot 2014-12-07 at 13.38.56

SHARE