Nú fer að styttast í jólin og við hjá Hún.is erum komnar í gjafagírinn. Síðastliðin tvö ár höfum við verið með jóladagatal 1.- 24. desember og höldum áfram þessari skemmtilegu hefð, sem hefur notið mikilla vinsælda.
Í dag ætlum við að gefa gjöf frá Rún.is, en það er útigalli og húfa fyrir börn í afar vönduðum gæðum frá merkinu Små Rollinger. Það eina sem þú þarft að gera er að skrifa í athugasemd hér að neðan; „Små Rollinger“
100% hrein Merino ull
Små Rollinger línan er dásamlega falleg og hlý barnafatalína sem framleidd er af hinum þekkta undirfataframleiðanda JBS Textile Group A/S í Danmörku. Barnið þitt mun elska að klæðast hlýjum fatnaði úr 100% hreinni Merino ull sem klæjar ekki.
Línan er auk þess með alþjóðlega umhverfisvottun frá Oeko-Tex.
Útigallinn frá Små Rollinger er úr 100% þæfðri Merino ull og er kjörinn fyrir íslenskar aðstæður. Lambhúshettan er í stíl og heldur kuldanum frá hálsmáli barnsins.
Tveggjalaga merino ull og bómull
Í Små Rollinger línunni má einnig finna gullfallegar samfellur, nærföt, boli, buxur og margt fleira sem unnið er úr bæði merino ull og bómull. Ullar- og bómullarlínan er byggð á tveggja laga kerfi þar sem mjúk bómull er í innra lagi fatnaðarins og liggur næst húðinni.
Í ytra laginu er merino ull sem einangrar hita og sér til þess að barninu þínu sé alltaf hlýtt. Línan kemur bæði í rjómahvítum lit og í brúnröndóttum- og bleikröndóttum lit.
Små Rollinger er hluti af Marathon línunni sem við á Hún.is fjölluðum nýlega um og fengum góðar undirtektir fyrir. Áhuginn á vönduðum ullarnærfötum virðist mikill enda dugar ekkert minna til í vetrarhörkunni sem dynur á landsmenn og þjóð yfir vetrartímann.
Hægt er að nálgast Små Rollinger vörurnar á eftirtöldum stöðum.
Söluaðilar á Íslandi:
- Hagkaup
- Húsgagnaval – Höfn
- Hafnarbúðin – Ísafirði
- Fjarðarkaup – Hafnarfirði
- Nesbakki – Neskaupstað
- Blossi – Grundarfirði
- Kaupfélag V-Húnvetninga
- Grétar Þórarinsson – Vestmannaeyjum
Til þess að taka þátt skrifarðu í athugasemd hér fyrir neðan: „Små Rollinger“ og þú ert komin í pottinn.
– Drögum út í kvöld!