Sportver á Akureyri var að opna Under Armour „shop in shop“ hjá sér við frábærar móttökur. Boðið var upp á boost frá Símstöðinni Cafe, DJ Beggi Bess hélt uppi stemningunni og svo voru frábær opnunartilboð.
Under Armour íþróttafötin eru gríðarlega vinsæl og eru eitt eftirsóttasta íþrótta-vörumerkið í dag.
Mætingin á viðburðinn var góð og myndir af gestum má sjá neðar í þessari grein.
Þórunn Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri íþróttasviðs Altis, er ánægð með vel heppnaða opnun í Sportveri:
„Með þessu móti er verið að auka vöruúrvalið af Under Armour til muna á Akureyri. Við leggjum mikla áherslu á að vera með gott úrval fyrir íþróttamanninn og konuna. Með því að setja upp svona svæði þá erum við að að auðvelda aðgengi að vörunum.“
„Við erum til dæmis með mjög gott úrval af toppum, þar sem boðið er upp á Under Armour toppa í Light, Medium og High stuðning. Hver og einn toppur er hannaður til að komast til móts við þarfir íþróttakonunar hvort sem hún er að fara í Joga, lyftingar, Crossfit eða hlaup. Svo leggjum við mikla áherslu á Under Armour compression buxur sem fást í úrvali í Sportver bæði þykkari til að nota á útiæfingar og þynnri fyrir inniæfingar.“
Hér má sjá gesti og gangandi sem fögnuðu opnun Under Armour deildinni í Sportveri á dögunum: