Leigjendur greiða rúmlega 62 milljónir fyrir þessa íbúð á mánuði

Á þrítugustu og níundu hæð Pierre Hotel er leigjandi sem greiðir rúmlega 62 milljónir íslenskra króna í leigu. Íbúðin er tæpir 445 fermetrar en þar má finna 6 svefnherbergi, 6 og hálft baðherbergi og forsetasvítu þar sem þjónustan er endalaus.

Íbúðin er með útsýni yfir hinn fræga garð Central Park en það besta við íbúðina er líklegast það að þjónn eða svokallaður „butler“ er ávallt til þjónustu reiðubúinn. Leigjendurnir hafa aðgang að lækni sem er stöðugt tilbúin til að sinna þeim, hafa aðgang að tveimur veitingastöðum, þjónustufólki sem sér um að þrífa, móttökuþjónustu og hafa bílstjóra sem keyrir þeim um á Jagúar.

Núverandi leigjendur hafa ákveðið að dvelja fram yfir jólin í þessari íbúð.

hbz-most-expensive-apt-nyc-lead-sm

hbz-most-expensive-apt-nyc-embed-03-lg

hbz-most-expensive-apt-nyc-embed-02-lg

hbz-most-expensive-apt-nyc-embed-01-lg

 

 

Tengdar greinar:

95 milljón dollara þakíbúð við Park Avenue

8 fermetra íbúð með allt til alls

Jennifer Lopez fjárfestir í þakíbúð með púttvelli

SHARE