Smokey förðun virðist aldrei ætla að detta úr tísku. Það er mikill misskilningur hjá fólki að „smokey“ förðun sé alltaf svört. Mér persónulega finnst afar fáar konur þola að vera farðaðar alveg svartar um augun. Smokey förðun er falleg í allskyns litatónum og það er gaman að prófa sig áfram og sjá hvað fer þér best. Þegar konur biðja mig um smokey förðun og vilja vera mjög dökkar um augun nota ég afar sjaldan svartan augnskugga, mér finnst í flestum tilvikum mun fallegra að nota þá frekar dökkbrúnan ef þú vilt vera dökk um augun. Þú getur þá notað svartan eyeliner til að draga fram lúkkið” sem þú ert að leita eftir.
Hér fyrir neðan eru ýmsar útgáfur af “smokey” förðun í hinum ýmsu litum.
Eins og sést hér þarf smokey förðun alls ekki alltaf að vera svört