Þá er þriðji sunnudagur í aðventu runninn upp, ægifagur og mjallahvítur. Kertin á aðventukransinum eru fjögur talsins og höfum við þegar kveikt á Spádómskertinu, sem er fyrst í röðinni og minnir á spádóma Gamla testamentisins um frelsarann sem koma skal.
Því næst tendruðum við á Betlehemskertinu, sem leiðir hugann að bænum þar sem Jésús fæddist í fjárhúsi og var lagður í jötu.
Í dag, þann þriðja í aðventu, tendrum við sem áður sagði þriðja kertið sem ber heitið Hirðakertið og minnir á hirðana sem voru fyrstu mennirnir sem heyrðu um fæðingu Jésú.
Ritstjórn HÚN veit þó sem er, að aðventan er ekki einungis tími undirbúnings og ilmandi jóladrykkja í hjörtum þeirra ástvina sem eru fjarri hverri öðrum.
Margir bíða í ofvæni eftir að taka mót þeim sem ferðast langa vegu heim um jólin og lenda jafnvel rétt fyrir hátiðir á flugellinum – til þess eins að þjóta í fang elskandi fjölskyldu og ástvina sem þeirra bíða með óþreyju.
Því þykir okkur við hæfi að smella klassísku jólaballöðunni All I Want for Christmas á fóninn, hér í flutningi Mariah Carey og Justin Bieber. Hvetjum við lesendur til að taka sporið með öllum þeim sem bíða fullir eftirvæntingar eftir langþráðum endurfundum við ástvini sem búsettir eru erlendis og koma heim um jólin.
Góða heimferð, fráfluttir Íslendingar og gleðilegan sunnudag!
Tengdar greinar:
Fyrsti í aðventu: Í dag tendra Íslendingar á Spádómskertinu
Annar í aðventu: Í dag tendrum við á Betlehemskertinu
Andlegt heilbrigði um jólin
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.