Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian átti þriðja barn sitt í dag 14. desember á þriðja í aðventu. Samkvæmt heimildum Us Weekly er það lítill prins sem kom í heiminn. Svo skemmtilega vill til að elsti sonurinn, Mason Disick, á einnig fimm ára afmæli í dag og ekki verra að hafa fengið lítinn brósa í afmælisgjöf.
Fyrir eiga þau Kourtney og eiginmaður hennar Scott Disick einnig dótturina Penelope sem er tveggja ára.
Frjósemin er því í fullu fjöri á heimili Kourtney og Scott og ljóst er að þau munu hafa í nógu að snúast á næstunni með þrjú lítil börn á leikskólaaldri heima.
Líkt og Hún.is greindi frá nýlega þá tók Kourtney þátt í myndatöku fyrir tímaritið DuJour.com þegar hún var komin á steypirinn. Eins og sjá má leyfði hún nektinni og kúrvunum að njóta sín á síðustu metrunum.
Tengdar greinar:
Kourtney Kardashian situr fyrir nakin á síðustu vikum meðgöngu
Innlit hjá Kourtney Kardashian – myndir
Kourtney Kardashian ásamt dóttur sinni – myndir