Hugljúfur táratryllir: Þessi jólaauglýsing er þúsund vasaklúta ævintýri

Í þá gömlu góðu daga þegar langömmur okkar voru enn ungar konur og herramenn voru sendir á styrjaldarsvæði til að hrekja óvininn á brott á tímum heimstyrjaldarinnar – tíðkaðist að taka upp hljóðritanir á vinylplötur og senda ástvinum kveðju. Þetta er inntakið í einni hugljúfustu jólaauglýsingu sem hátæknirisinn Apple hefur nú sent frá sér og framkallar tár á hvarmi jafnvel hörðustu jaxla.

Í auglýsingunni, sem er yfir mínútu löng, sést hvar ung stúlka rennir gegnum vinylplötur ömmu sinnar – annars hugar og með fjarrænt bros – finnur gamla og hjartfólgna upptöku af röddu ömmu sinnar sem talar til afa hennar – stóru ástarinnar.

.

screenshot-www.youtube.com 2014-12-22 21-50-37

.

Auglýsingin ber einfaldlega nafnið LAGIÐ eða THE SONG á frummálinu og spannar melódískt ferðalag stúlkunnar um lendur tónsmíða, hvernig hún spyrðir saman tónlistarhæfileikum sínum – tærri söngröddu ungu konunnar sem sendi elskhuga sínum ástaróð fyrir svo mörgum áratugum og úr verður látlaus en ógleymanleg gjöf.

.

screenshot-www.youtube.com 2014-12-22 21-52-39

.

Takið upp vasaklútana og smellið á PLAY – þetta er ógleymanleg auglýsing (óháð framleiðanda) með boðskap sem yljar um hjartarætur:

Tengdar greinar:

Ástfangin í 72 ár

Ótrúlega fallegt indverskt brúðkaup – Myndir

Ekkja minnist eiginmanns síns á einstakan hátt – Hengir brúðkaupsföt þeirra upp til minningar um ástina

SHARE