Ekkert jafnast á við að eiga vin í neyð, sérstaklega ef þú ert skjaldbaka og lendir á bakinu, baðar hjálparlaust út öllum öngum og enginn nálægur virðist ætla að koma þér til bjargar.
Að ekki sé talað um ef besti vinur þinn er líka skjaldbaka, samviskusamur og hjálpfús og leggur líf sitt að veði við að rúlla þér á fætur aftur. Sama hvað!
Samkvæmt heimildum eru vinirnir tveir búsettir í Taipei, Taiwan og börnin sem hrópa í sífellu orðið JIAYOU eru að hrópa á kínversku en orðið merkir í raun ÁFRAM eða FRÁBÆRT í lauslegri þýðingu.
Og það er orð að sönnu! BRAVÓ litli gaur! FRÁBÆRT!
Tengdar greinar:
Rottweiler sem elskar kisuna aðeins of heitt
Geta rottur verið krúttlegar? – Myndir
Hjálpa heilli andafjölskyldu yfir götuna – Myndband
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.