Jólakötturinn er ógurlegt fyrirbæri í íslensku þjóðsögunum; kvikindi sem borðar börnin sem fá hvorki föt í jólapakkanum né heldur ný föt fyrir jólin. Í þá gömlu, góðu daga lifði þjóðsagan um jólaköttinn góðu lífi og börnin flýttu sér því að þakka sínum sæla fyrir lopasokka, nýja húfu eða bara vettlinga.
En tímarnir breytast og mannfólkið með! Jólakötturinn, sem var ógurlegur ásýndar í þá gömlu, góðu – er ekkert meira en lítill loðbolti í dag sem elskar að skríða ofan í alltof stóra tebolla og sleikir tannkremstúpur í gríð og erg.
Hér er hann svo kominn, sjáfur jólakötturinn – yljar manni á köldum desembermorgni, ekki satt?
Tengdar greinar:
13 hundar og 1 köttur snæða jólamat með mannahöndum
Krúttlegu dýrin sem klúðruðu jólunum
Svona pakkarðu jólakettinum inn fyrir jólin
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.