Þeir sem vilja ekki skötu heldur bara eitthvað létt í staðinn ættu að prufa þessa frá ljúfmeti.com
Fajita ofnskúffa
- 8 mjúkar tortillakökur
- Pam sprey
- 1 msk laukduft
- 1 msk hvítlauksduft
- 1 msk cummin
- 1 tsk kanil
- 1 msk chiliduft
- 1 tsk óreganó
- salt
- pipar
- 900 g kjúklingabringur
- 4 msk ólívuolía
- 1 flaska mexíkóskur bjór
- 2 rauðar paprikur
- 2 rauðlaukar
- 3-4 hvítlauksrif
- 2 lime
- 1/4 bolli hakkað ferskt kóríander
- 1 bolli rifinn cheddar ostur
- sýrður rjómi og salsa sósa til að bera fram með
Skerið tortillukökurnar í strimla og setjið á ofnplötu. Spreyið olíu yfir (ég nota PAM) og bakið við 180° í um 10 mínútur. Snúið strimlunum eftir 5 mínútur í ofninum. Takið úr ofninum og leggið til hliðar.
Blandið saman laukdufti, hvítlauksdufti, cummin, kanil, chilidufti, óreganó, salti og pipar. Skerið kjúklinginn í bita og blandið saman við kryddblönduna. Leggið til hliðar.
Sneiðið papriku og rauðlauk og rífið hvítlauk. Steikið við háan hita upp úr 2 msk af ólívuolíu í 3-4 mínútur. Bætið fínrifnu hýði og safa af 1 lime ásamt hökkuðu kóriander á pönnuna og kryddið með salti og pipar. Leggið til hliðar.
Steikið kjúklinginn upp úr 2 msk af ólívuolíu þar til kjúklingurinn er fulleldaður, um 5-6 mínútur. Hellið bjórflösku yfir og látið sjóða í 4-5 mínútur.
Blandið tortillastrimlum, grænmeti og kjúklingi (ásamt vökva ef einhver er) saman í stórt eldfast mót og rífið cheddar ost yfir. Setjið í 200° heitan ofn þar til osturinn er bráðnaður. Berið fram með nachos, sýrðum rjóma, salsasósu og niðurskornu lime.