Kim Kardashian og Kanye West spila veigamikið hlutverk í kynningu á herralínu franska tískuhússins Balmain sem þykir hafa spilað út djörfu trompi með því að tefla fram einu áhrifaríkasta pari vestanhafs til að kynna vor- og sumarlínu næsta árs.
.
.
Enginn vafi leikur á því að Olivier Roustein gjörþekkir sjokkfaktora þá er hrista upp í markaðsheiminum, en fyrir örfáum dögum gerði Balmain allt vitlaust með kynningu á vorlínu fyrir konur á komandi vori þegar hann telfdi saman hvorki meira né minna en fimm ofurfyrirsætum; Adriana Lima, Joan Smalls, Rosie Huntington-Whiteley, Isabeli Fontana og Christa Cober – sem allar héldu á skyndibitamat í höndum og virtust líklegar til að hárreita hverja aðra til að fá bita af hamborgara.
.
.
Um þau Kim og Kanye segir Olivier hins vegar:
Við kynningu á herralínunni vildi ég fanga hreina og óskilyrta ást. Kim og Kanye eru ekki einungis fyrirmyndir á sviði hátísku heldur eiga þau einnig einlæga vináttu hvort við annað. Sameinuð standa þau því fyrir ást, fegurð og fjölbreytileika – þau eru fulltrúar hins nýja heims. Í raun er því um meira en einfalda auglýsingaherferð að ræða, því myndirnar standa fyrir því sem er að finna undir fatnaðinum – herferðin er óður til ástarinnar og vináttunnar. Þetta er stórt skref fyrir Balmain og markar nýjar áherslur.
.
.
Áleitnar og myrkar ásjónur stúlknanna fimm, sem íklæddar hátískufatnaði með fituga skyndibita í höndum, vöktu ómælda athygli heimsmiðla fyrir frumlega og eggjandi framsetninguna voru þó einungis forsmekkurinn að myndrænum ævintýrum tískuhúss Balmain sem þykir hafa brotið blað með vali á þeim Kim og Kayne.
.
.
Ítalski hátískuljósmyndarinn Mario Sorrenti á heiðurinn að bæði dömu- og herraherferð Balmain fyrir vor- og sumarlínu ársins 2015, en fyrsta ljósmyndin af þeim Kim og Kanye sem var frumbirt á samskiptamiðlum, sýnir parið sem virðist á barmi atlota og á mörkum þess að renna saman í djúpum og lostafullum kossi.
Yfirskrift herferðarinnar er einföld og ber heitið: #TheBalmainLove Tengdar greinar:
Síðasta bikinímyndin af Kim Kardashian – Tekin nokkrum dögum fyrir fæðingu
Kim Kardashian í sjóðheitri myndatöku með Kanye West
Listrænn stjórnandi Vogue blokkaður vegna nektarmyndar
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.