Uppljóstrunin er hneyksli og hefur valdið mikilli reiði viðskiptavina, en mynstrið er því miður ekki nýtt af nálinni. Valin útibú frá verslunarkeðjunni Victoria Secret hafa selt notaðar nærbuxur um skeið og það er ekki allt; Bloomindale’s, Gap, Macy’s og fleiri stórkeðjur í Bandaríkjunum hafa gerst sekar um hið sama.
Hvers vegna selja fyrrgreindar verslanir notaðan nærfatnað?
Jú; þær taka allar við nærbuxum sem viðskiptavinir vilja skila eða skipta.
Hengja upp í þurrkherbergi yfir nótt … merkja allt upp á nýtt … og setja í sölu.
Þetta hreyfir sennilega ekki þægilega við þeim kaupendum sem hafa ferðast yfir hafið og fest kaup á undirfatnaði í fyrrgreindum verslunum á undanförnum misserum, en flett var ofan af hneykslinu gegnum rannsóknarleiðangu á vegum Today Show sem sendur var út árið 2010 – og sýndi svo ekki varð um villst – að ofangreindar verslanir tóku við notuðum nærbuxum; smelltu merkimiða á og hengdu upp aftur til sölu eins og um ónotaðan nærfatnað væri að ræða.
Því er fréttin enn til umfjöllunar – fjórum árum seinna?
Jú, rannsóknarteymið sem fór á stúfana fyrir svo löngu síðan; festi fyrst kaup á nærbuxum, merktu klofbótina með tveimur svörtum deplum og skiluðu svo aftur í verslanirnar, vopnað földum myndavélum, fór nýverið af stað aftur og endurtók rannsóknina – eftir nákvæmlega sömu leiðum og í fyrra skiptið með sorglegum niðurstöðum.
Notaðar nærbuxur eru enn settar fram í verslanir – varningur sem viðskiptavinir hafa skilað – og eru seldar sem nýjar. Hér má sjá NŶJA UMFJÖLLUN sem sýnir svart á hvítu að verslunarstjórar í helstu útibúum Victoria Secret vestanhafs hafa enn ekki lært af þeirri bitru reynslu að hafa verið afhjúpaðir með þessum hætti í sjónvarpi fyrir fjórum árum síðan og gerðir að algeru fífli … en hér að neðan má sjá upprunalegu umfjöllunina sem geri allt bókstaflega vitlaust fyrir fjórum árum síðan.
Lærdómurinn mun sá að nýjan nærfatnað skuli alltaf setja í þvottavél … ÁÐUR en honum er klæðst að fyrsta sinni:
Heimild: Cosmopolitan
Tengdar greinar:
Langar þig að skilja konur betur? – Myndband
Allt vitlaust vegna „ógeðfelldra“ auglýsinga Victoria’s Secret
Victoria´s Secret englarnir fækka fötum fyrir nýja ljósmyndabók
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.